Ferill 713. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1067  —  713. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um mat Framkvæmdasýslunnar - Ríkiseigna (FSRE) á húsnæðisþörf stofnana ríkisins.

Frá Ágústi Bjarna Garðarssyni.


     1.      Getur ráðherra upplýst nánar um kröfur FSRE sem lægstbjóðandi uppfyllti ekki, sbr. svar ráðherra við 3. tölul. fyrirspurnar á þskj. 1651 á 153. löggjafarþingi? Hverjar voru kröfur húslýsingar? Svar óskast sundurliðað eftir hverju verkefni fyrir sig.
     2.      Hver var upphæð tilboðs lægstbjóðanda og þess tilboðs sem var tekið? Svar óskast sundurliðað eftir hverju verkefni fyrir sig.


Skriflegt svar óskast.
                                  

Greinargerð.

    Í svari við 3. tölul. fyrirspurnar á þskj. 1651 á 153. löggjafarþingi (179. mál) kom fram yfirlit yfir þau verkefni þar sem ekki var samið við lægstbjóðanda. Ástæður þess voru sagðar vera að lægstbjóðandi hafi í flestum tilfellum ekki staðist kröfur húslýsingar.